Uppskrift | Nauta Rib eye með Bernaise Kryddsmjöri

Nauta rib eye er mín uppáhalds steik, hún hefur mjög gott bragð og er bragðsterkari vöðvi en t.d file eða lund, það gerir fitu marmarinn í vöðvanum. Það er bæði gott að grilla, pönnusteikja eða heilsteikja vöðvann. Við mælum alltaf með því að nota kjarnhitamæli við eldun til að ná akkúrat þeirri steikingu sem þið viljið. Við val á Nauta rib eye steik (og öðrum nautavöðvum) er mjög mikilvægt að fá að vita frá kjöt-sölu aðila hvað vöðvinn er búinn að fá að hanga lengi. Svörin sem þú vilt fá að heyra er 24 – rúml 30 dagar.

Nauta-Ribeye-Kjotkompani-Uppskrift

Nauta rib eye fyrir 4 pers. (pönnusteikt)

Nauta rib eye, 4 stk 300 gr sneiðar

Gróft salt

Svartur pipar

Jurta olía

 

Bernaise kryddsmjör

½ bolli ósaltað smjör (við stofuhita)

1 msk estragon

1 tsk nauta kjötkraftur

1 tsk bernaise (vinegar)

 

Aðferð:

Til að gera bernaise kryddsmjör, setjið þá smjörið í í hrærivél og hrærið í ca 2 – 3 mínútur, þangað til smjörið verður ljóst á litinn, setjið þá öll krydd samanvið og hrærið vel saman.

Setjið smjörið í plastfilmu og rúllið upp, kælið.

Hitið ofninn í 160 gráður

Hitið pönnu vel (ekki skemmir að hafa pönnuna riflaða).

Pennslið steikurnar með jurtaolíu og kryddið með salt og pipar, steikið á pönnu í ca eina og hálfa til tvær mínútur á hvorri hlið.

Komið svo kjarnhitamæli fyrir í einni steikinni og setjið steikurnar í ofninn og eldið þar til kjarnhitamælir sýnir 52 gráður í kjarna (medium reare)

Setjið steikurnar á bakka, skerið kryddsmjörið í sneiðar og leggið yfir kjötið og leyfið smjörinu að bráðna yfir steikina á meðan steikin er í hvíldinni ca 10 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu.

 

Kveðja frá Kjötkompaní

Jón Örn

Jon-Orn-Kjotkompani

Radio-Boca

Recent Posts